Sæl kæru vinir,

Hafa samband

Hér er skemmtileg heimasíða í vinnslu með öllu því sem tengist Skjóðu Grýludóttur! Sem er sko ég! En þangað til heimasíðan verður tilbúin þá eru hér smá upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira og skoða hvað ég er að gera!

HORFA OG HLUSTA

Margir krakkar þekkja Skjóðu úr “Jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu”, úr bíómyndinni “Jólamóðir”, í gegnum “Jólasögur Skjóðu” á Storytel og hún er ansi vinsæl á Spotify, enda hefur hún gefið út fjöldann allan af jólalögum. Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru hér hlekkir á allskonar miðla með efninu hennar Skjóðu.

LESA

Fyrsta bókin um mig, Skjóðu, var að koma út! Hún heitir: Skjóða - fyrir jólin og er til í öllum helstu bókabúðum, Nettó, Hagkaup, Bónus, og í Jólaskóginum okkar góða. Einnig er hægt að senda línu á jolasveinar@jolasveinar.is og panta bókina.


   JÓLADAGATAL HURÐASKELLIS OG SKJÓÐU -YOUTUBE

Á youtube eru 8 seríur af Jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu, þar er frítt fyrir alla að horfa á 192 þætti! Fyrstu 7 seríurnar eru jólaföndur seríur og sú áttunda kennir þeim umferðarreglurnar á skemmtilegan hátt í Fjársjóðsleit. Á youtube eru líka lög og dansar. 

Hér er linkur á youtube playlistana sem innihalda allt efnið hennar Skjóðu á youtube. https://www.youtube.com/@jolasveinargrylusynir2331/playlists

SJÓNVARP SÍMANS

Á Sjónvarpi Símans premium má svo finna níundu þáttaröðina af Jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu. Einnig er hægt að leigja þar og á öðrum VOD leigum bíómyndina “Jólamóðir” sem var í Sambíóunum árið 2022 og 2023 og fjallar um það hvernig Skjóða þroskaðist úr Leiðindaskjóðu í Skjóðu. JÓLASÖGUR SKJÓÐU

STORYTEL

Jólasögur Skjóðu eru jólaleikritin hennar Skjóðu komnar yfir á hljóðbókaform. Jólasögur Skjóðu hafa trónað efst á vinsældarlistanum öll jólin síðustu 2 ár. Í ar komu út 3 nýjar sögur og eru því 7 jólasögur á Storytel.

JÓLALÖG SKJÓÐU

-SPOTIFY. Skjóða hefur gefið út fjöldann allan af jólalögum í gegnum árin. Öll jólalögin hennar Skjóðu má finna á Spotify. Þar er líka hægt að finna karókí útgáfur af öllum jólalögunum hennar.

Hér er hlekkur á Jólalög Skjóðu á Spotify:

https://open.spotify.com/album/5owZIzKuP0CysSNKaViPni?si=uC0MQ9vGQKeQFlHN3S_TWQ


Hér er hlekkur á Jólalög Skjóðu á Spotify í karókí útgáfu:

https://open.spotify.com/album/1s7qlyeMlcWZL0CIAcSlEX?si=PF5cSvSjT0muNZ6WxRUzWA


HITTA SKJÓÐU

Skjóða heimsækir fjöldan allan af viðburðum út um víðann völl. Margir þeirra eru einka viðburðir fyrir fyrirtæki, leikskóla og skóla. En nokkrir af þeim eru viðburðir sem eru opnir fyrir almenning. Hér kemur listi yfir opna viðburði hjá Skjóðu í desember! Allir viðburðirnir á þessum lista eru fríir ;)

https://www.facebook.com/events/1165894885650371/1165894908983702/



BÓKA SKJÓÐU

Það er líka hægt að bóka Skjóðu á jólaböll í öllum stærðum og gerðum, heimsóknir í heimahús og margt fleira. Frekari upplýsingar má nálgast á jolasveinar@jolasveinar.is


LITA

Hér koma skemmtilegar myndir sem hægt er að prenta út og lita.

https://www.dropbox.com/scl/fo/f3x834yed4u2lyg9fum71/APrGgdryS3P1xi-V78UIxr8?rlkey=porifysuko8nis3368pxwhsu6&st=tj3v7s9z&dl=0


Skjóða er skemmtileg

~

Skjóða er skemmtileg ~